Skip to content

Cart

Your cart is empty

Myndlist á heimilum

Sale price10.900 kr.

Bókin „Myndlist á heimilum“ sýnir yfir 450 myndlistarverk á 21 heimili á Íslandi. Bókin sem er í stóru broti inniheldur ljósmyndir af listaverkum sem hafa endað á heimilum safnara, listamanna og áhugafólks um myndlist. Hún er hluti af seríu fyrri bóka sem Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir hafa gefið út og byggja á hugmyndinni um heimilið og þeirri persónulegu sköpun sem þar fer fram þegar fólk setur saman umhverfi sitt. Í þessari bók er sjónum beint að heimilinu og myndlistinni og hversu sterk áhrif hún hefur í því að segja sögu fólksins sem þar býr. Í starfi Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurðar Atla Sigurðssonar hjá Y gallery, hafa þau orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast mörgu af þessu fólki og tengja það við myndlistarmenn, en þannig uppgötvuðu þau mörg þeirra einkasafna sem birtast í bókinni. 

Myndlist á heimilum
Myndlist á heimilum Sale price10.900 kr.