Skip to content

Cart

Your cart is empty

Um Officina

Við Hverfisgötu í hjarta Reykjavíkur býður Officina upp á nýja nálgun á lífstíls- og heimilisverslun. Lifandi vöruframsetning og síbreytilegt úrval sameinar kosti heimilis og sýningarrýmis í eitt. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum innblástur og bjóða upp framúrskarandi þjónustu og einstakt vöruframboð.

Officina er hugarfóstur Júlíönu Sólar Sigurbjörnsdóttur sem ásamt eiginmanni sínum Magnúsi Berg Magnússyni opnaði verslunina upphaflega undir merkjum NORR11 árið 2014.
Officina er latneskt orð og þýðir ‘workshop’ eða vinnustofa. Officina er á sinn hátt vinnustofa hugmynda og verslunin sameinar kosti heimilis og sýningarrýmis í eitt.