Skip to content

Cart

Your cart is empty

Skilmálar

Kaup og söluskilmálar Officina

1. Samningsaðilar og gildissvið

a. Þessir skilmálar gilda um viðskipti þar sem Norr11 Ísland ehf. Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík. Kennitala: 470714-1580. VSK nr. 118020 (“Officina”) er seljandi. Kaupandi telst sá sem tilgreindur er á gildum reikningi hverju sinni. Skilmálarnir gilda óháð því hvar eða hvernig viðskipti eiga sér stað, s.s gegnum verslanir Officina, íslenska vefverslun eða á annan hátt.

b. NORR11 Ísland ehf. er umboðsaðili fyrir vörumerkið NORR11 á Íslandi, og tekur enga ábyrgð á starfsemi sem fram fer undir kennimerkjum NORR11 annarsstaðar í heiminum og er slík starfsemi með öllu óviðkomandi.

c. Skilmálar þessir taka gildi milli aðila um leið og pöntun hefur verið staðfest, hvort sem er rafrænt eða persónulega.

2. Verð og greiðslur 

a. Öll verð eru listuð á pöntunarlista í verslun og á vefsvæði Officina. Verð innihalda VSK.

b. Officina áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara. Það verð gildir sem tilgreint er á útgefnum reikningi milli aðila. Officina áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

c. Verð inniheldur ekki sendingarkostnað nema annað sé tekið fram. Sendingarkostnaður á húsgögnum er 7.000 kr innan höfuðborgarsvæðisins en utan höfuðborgarsvæðisins eftir atvikum og í samráði við viðskiptavin. Sendingarkostnaður fyrir smávöru úr vefverslun er 1500 kr.

d. Greiða má með greiðslukorti eða millifærslu. Í tilviki greiðslu með kreditkorti er uppfærðin skuldfærð við afgreiðslu á pöntun. Þegar greitt er með millifærslu er varan afgreidd um leið og greiðsla berst.

e. Allar vörur teljast í eigu Officina þar til full greiðsla hefur verið innt af hendi.

f. Í tilvikum þar sem kaupandi pantar sérframleidda vöru ekki er á lager, greiðir kaupandi 50% heildarupphæðar pöntunar inn á vöruna og eftirstöðvar áður en varan er afhent. 

3. Afhending og móttaka á vörum

a. Officina leitast við að afhenda vörur eins fljótt og auðið er. Nákvæmur afhendingartími er þó samkomulagsatriði milli kaupanda og Officina. Officina afhendir einungis vörur á Íslandi. Afhendingartími fer eftir vöruflokkum og framleiðslutíma húsgagna. Þegar framleiðslu húsgagna er lokið eru vörur sendar í vöruhús í Evrópu þaðan sem þær eru svo fluttar með næstu safnsendingu til Íslands.

b. Vörur eru afhentar í vöruhúsi Officina eða verslun. Óski viðskiptavinur eftir heimsendingu eru vörur sendar á kostnað viðskiptavinar með viðeigandi flutningsaðila.

c. Fari svo að seinkun verði á afhendingu ber Officina að tilkynna það kaupanda, og skipuleggja nýjan afhendingartíma í samráði við kaupanda sem skal vera svo fljótt sem auðið er.

d. Kaupandi ber ábyrgð á því að vera viðstaddur á umsömdum afhendingarstað á umsömdum tíma. Kaupandi skal við fyrsta tækifæri ganga úr skugga um að varan sé ógölluð, og tilkynna Officina um slíka galla innan 5 virkra daga frá afhendingardegi.

d. Framsal á eignarrétti á sér stað við afhendingu, nema í tilvikum þar sem 2(a) á við.

4. Vöruskil og endurgreiðslur

Vörur sem eru framleiddar eftir pöntun fæst ekki skilað. Það á við um öll húsgögn. Aðrar vörur sem ekki eru framleiddar eftir pöntun bera 30 daga skilarétt. Officina samþykkir öll skil á vörum sem ekki eru sérframleiddar í óaðfinnanlegu ástandi, í upprunalegum umbúðum, og með viðeigandi kvittun meðfylgjandi. Útsöluvörum fæst ekki skilað. Við skil á vörum fæst inneign eða endurgreiðsla eftir atvikum.

5. Galli

a. Fari svo að kaupandi telji vöru gallaða, skal hann tilkynna seljanda um gallann eins fljótt og auðið er. Seljandi áskilur sér rétt til að staðreyna að um raunverulegan galla sé að ræða.

b. Teljist vara raunverulega gölluð skal seljandi eftir atvikum bjóða kaupanda nýja afhendingu, viðgerð, afturköllun kaupa eða afslátt. 

6. Ábyrgðarákvæði

a. Um ábyrgðartímabil til handa einstaklingum fer eftir lögum um neytendarétt nr. 48/2003 eða tvö ár. Hvað lögaðila (fyrirtæki) varðar veitir seljandi ábyrgð á því að varan sé gallalaus í tólf mánuði frá söludegi (útgáfu reiknings).

b. Framvísun á sölukvittun er skilyrði fyrir gildi ábyrgðar. 

c. Ábyrgð takmarkast af því sem telja má eðlileg slit og notkun á vöru, en slíkt getur ekki talist til galla. Sama gildir ef kaupandi hefur farið illa með vöru, eða ekki meðhöndlað hana í samræmi við það sem hefðbundið og skynsamlegt getur talist. Seljandi ber ekki ábyrgð á skemmdum vegna hitastigs eða veðurskilyrða. Allar viðgerðir sem framkvæmdar eru af hálfu þriðja aðila án samþykkis seljanda verða einnig til þess að ábyrgð fellur niður. 

7. Vörumerkið 

a. Vörumerkið NORR11 er í eigu NORR11 Holding ApS, og hefur Officina einkarétt á notkun þess og nýtingu á Íslandi. Nauðsynlegt er að afla skriflegs leyfis NORR11 áður en vörumerkið er nýtt með nokkrum hætti.

8. Önnur atvik

a. Þar sem þessum skilmálum sleppir gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003, og eftir atvikum önnur lög á sviði neytendaréttar. 

9. Persónuupplýsingar

Við notum persónuupplýsingar sem þú gefur upp til þess að klára pöntunina. Við förum eftir lögum og reglum með allar upplýsingar sem þú gefur upp á heimasíðunni. (Data Protection Directive 95/46/EC of the European Parliament and the Council of 24th 1995)

a) Fréttabréf
Þegar þú skráir þig á vefnum til að fá fréttabréf frá okkur vistum við töluvpóstfang þitt til þess að auglýsa, gera markaðsrannsóknir og svo þú getir afskráð þig.

b) Upplýsingar
Þú átt rétt á því að uppfæra og eyða upplýsingum sem þú hefur geymt. Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuverið eða sendu okkur tölvupóst. 

c) Að deila upplýsingum með öðrum
Við deilum persónuupplýsingum þínum ekki með þriðja aðila nema með samþykki þínu. Að þessu sögðu, eru fyrirtæki sem þjónusta okkur - hafa yfirumsjón með færslum í vefversluninni og sendingarfyrirtækin sem koma vörunum til þín - en í þeim tilfellum er þó aðeins bráðnauðsynlegum upplýsingum komið áfram.

d) Öryggi
Við tökum netöryggi alvarlega og þess vegna eru allar greiðslur í gegnum vefverslun okkar varðar með 128 bit SSL encryption. 

10. Breytingar

a. Officina áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust.

11. Lög og lögsaga

a. Um skilmála þessa gilda íslensk lög, og allan ágreining skal leysa fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.