Skip to content

Cart

Your cart is empty

Kriptonite

Kriptonite er ítalskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á húsgögnum og aukahlutum fyrir heimilið. Fyrirtækið var stofnað árið 1984 í Mílanó og hefur síðan verið leiðandi á sviði innanhússhönnunar, þar sem fagurfræði og notagildi mætast. Fyrirtækið leitast við að mæta þörfum nútímalegs lífsstíls með skapandi lausnum og sterkri tengingu við ítalska handverkshefð.

K1+ System

Hillukerfi og miklu meira en það. K1+ er eitt af vinsælustu kerfunum frá Kriptonite út frá útliti og fjölhæfni. Álrammar mynda burðarvirkið, sem hægt er að festa á vegg eða með fótum, þar sem fætur eru hentugir fyrir gifsveggi. Aðaleinkenni K1 kerfisins er hvað það er sveigjanlegt og hægt er að aðlaga og staðsetja hillur, skrifborð og hirslur eftir smekk hverju sinni.
K1+ hefur endalausa möguleika. Við getum aðstoðað þig að búa til hillukerfi sem passar þínu umhverfi. Hafðu samband eða bókaðu fund og við aðstoðum þig.
Skoðaðu möguleika K1+ kerfisins
Búðu til þína eigin hillu með því að ýta hér