Skip to content

Officina Reykjavík

Cart

Your cart is empty

Officina Fréttabréf

Fylgist með

Velkomin í Officina

NORR11 Reykjavík hefur breytt um nafn

Við kynnum með stolti nýtt nafn og vörumerki verslunarinnar okkar við Hverfisgötu 18. Officina er nýtt heiti verslunarinnar og endurspeglar okkar hugmynd um hvað verslunin er og kemur til með að vera í framtíðinni.

Frá árinu 2014 höfum við rekið verslunina undir nafni danska húsgagnaframleiðandans NORR11 og fögnum því 10 ára afmæli í ár. Á þessum tíu árum hefur vöruframboðið þróast og verslunin orðið að sjálfstæðri hugmynd. Húsgögnin frá NORR11 eru áfram í forgrunni hjá okkur og við erum áfram umboðsaðili þeirra á Íslandi en við höfum blandað þeim saman við vel valin vörumerki víða að.

Á næstu misserum komum við til með að kynna ýmsar nýjungar og fleiri ný vörumerki í Officina.

Bækur

Við bjóðum upp á sérvalið úrval af bókum sem veita innblástur

Nýtt

  Violaine d'Harcourt

Violaine d’Harcourt er ljósahönnuður fædd í París árið 1987. Eftir að hafa starfað hjá nokkrum af virtustu ljósaframleiðundum heims hóf Violaine að hanna sín eigin ljós, sannfærð um að vandlega hannað ljós geti veitt auka sál í hvaða rými sem er.⁠

Instagram

Fylgist með á instagram